BG hefur síðan 1995 boðið húsfélögum upp á reglulegar ræstingar á sameignum. Þrifin fara fram einu sinni eða oftar í viku en það fer eftir stærð, tegund og ræstiþörf viðkomandi sameignar.
Hvað er innifalið í þjónustunni ?
- Teppi í sameign eru ryksuguð
- Gólf í anddyri eru ræst
- Gluggar í anddyri eru ræstir að innan og utan
- Gluggar í sameign eru ræstir að innan
- Gluggakistur eru ræstar
- Handriði er þrifin reglulega
- Hurðarkarmar eru ræstir
- Póstkassar eru ræstir
- Gólf í sameign eru ræst
- Gólflistar eru ræstir
- Blettir á veggjum eru fjarlægðir*
- Þvottahús er ræst reglulega
- Geymslugangar eru ræstir reglulega
- Hjólageymsla er ræst reglulega
- Aðrir hlutir sem eðlilegir teljast eru ræstir*
*Fer eftir ræstitíðni ofl.
BG býður einnig daglegar ræstingar á öllum stærðum sameigna.
Hafðu samband strax í dag og við munum koma á staðinn og gera þér skriflegt fast verðtilboð.