Sótthreinsandi afþurrkun

BG býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á sótthreinsandi afþurrkun . Sótthreinsandi afþurrkun minnkar möguleikan á smitum t.d. vegna Covid-19, e.coli og fleiri sýkinga sem upp geta komið.

Áhersla er lögð á helstu snertifletir séu sótthreinsaðir þar sem möguleg smithætta er.

Mikið er lagt upp úr vönduðum þrifum á sameiginlegum snertiflötum í afgreiðslu/móttöku, sameiginleg svæði, kaffistofur, fundarherbergi og snyrtingar.

Þjónustuna er hægt að fá vikulega, nokkrum sinnum í viku, daglega eða nokkrum sinnum á dag.

Þjónusta þessi er mjög sveigjanleg og sniðin af þörfum hvers og eins fyrirtækis. Einnig er hægt að panta stakar afþurrkanir.

Þessi þjónusta hentar vel flestum tegundum fyrirtækja stórum sem smáum.

  • Skrifstofur
  • Sameignir
  • Veislusalir
  • Verslanir
  • Skólar
  • Stofnanir
  • Sýningarsalir
  • Iðnaðarfyrirtæki
  • Matvælafyrirtæki
  • Hjúkrunarheimili.

 

Mikilvæg þjónusta sem er vel skipulögð í samráði við viðskiptavini og unninn af þjálfuðu starfsfólki BG.

Notast er við viðurkennd sótthreinsiefni.

Hafðu samband og sjáðu hvernig við getum aðstoðað fyrirtækið þitt í þessum málum.

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.