Sérlausnir í hreingerningum

Sérlausnir í hreingerningum

BG býður upp á ýmsar sérlausnir í hreingerningum á öllum tegundum húsnæðis og kappkostar fyrirtækið að leysa öll hreingerrningamál sem upp koma, sma hversu snúin þau eru. Stundum hentar ekki ein lausn og því er best að hafa samband og við gerum þér tilboð í sérlausnir í hreingerningum.

Iðnaðarhreingerningar eftir framkvæmdir eða á nýbyggingum

Hreingerningar eftir iðnaðarmenn eru nauðsynlegar svo hægt sé að koma hlutunum í eðlilegt horf eftir breytingar og viðgerðir. Iðnaðarhreingerningar flokkast undir sérlausnir í hreingerningum hjá BG. Sérhreingerningadeild BG mun mæta á staðinn og gjöreyða öllu ryki og öðrum óhreinindum á fljótan og góðan hátt. Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir, verktaka og tryggingafélög á þessu sviði. Þrif á nýbyggingum og þrif eftir framkvæmdir er vandasamt verk en við höfum bæði sérhæft starfsfólk og frábæran búnað til að vinna verkin. Ef fyrirtæki eða einstaklingar hafa verið að breyta eða gera við húsnæði og iðnaðarmenn hafa verið að störfum er hægt að hafa samband við BG og við mætum til að þrífa eftir þá.

Sérhreingerningar og flókin hreingerningarverkefn

Við tökum einnig af ökkur ýmisleg sérverkefni í hreingerningum og flókin eða tæknileg þrif eftir ýmislegt sem kemur upp á hjá fyrirtækjum. Hreinsum við meðal annars veggi, loft, glugga, skápa, ofna og snyrtingar. Við höfum yfir 10 ára reynslu í ýmsum sérverkefnum og erum með öll tæki og tól þannig að þú ert í góðum höndum hjá BG. Við erum hlaðin meðmælum frá viðskiptavinum sem við höfum aðstoðað með sérhreingerningar af öllu tagi. Sérlausnir í hreingerningum eru okkar aðalsmerki.

Flutningsþrif hjá fyrirtækjum, stofnunum og í ýmsu iðnaðarhúsnæði

Allt húsnæði þarf að hreingera vel þannig að sá sem inn flytur komi í hreint umhverfi og við veitum fyrsta flokks flutningsþrif. BG hefur yfir gríðarlegri reynslu að búa í flutningshreingerningum í fyrirtækjum, stofnunum og alls konar vinnustöðum eða verslunum. Með flutningsþrifum frá BG geturðu verið viss um að húsnæði verði skilað af sér glitrandi hreinu hvort sem um er að ræða til dæmis iðnaðarhúsnæði þar sem efni hafa kannski spillst á fleti eða bara í hefðbundnu skrifstofuhúsnæði þar sem þarf að þrífa vel teppi, baðherbergi og slíkt. Best er að heyra í okkur og fá tilboð um hæl fyrir þína sérlausn í hreingerningum.

Eftirbrunahreingerningar fyrir tryggingafélög og aðra

Mikið verk er yfirleitt fyrir höndum við þrif eftir bruna enda flokkum við slík þrif sem sérlausn í hreingerningum. Starfsfólk BG hefur gríðarlega góða og mikla reynslu við að þrífa eftir bruna fyrir tryggingafélög og aðra. Við erum með sérhæft starfsfólk í sérhreingerningadeild BG og þar vinna einunigs hæfustu einstaklingarnir sem hafa sem mesta og víðtækasta reynslu af alls kyns brunahreingerningum. Við hjá BG höfum frá upphafi verið eitt öflugasta hreingerningafyrirtæki landsins í þjónustu við tryggingarfélög og hreingert húsnæði eftir smáa og stóra bruna. Oft er erfið aðkoma að húsnæði eftir bruna og yfirleitt ærið verk fyrir höndum að þrífa og ræsta alla fleti eins vel og unnt er miðað við aðstæður.

Stórhreingerningar á iðnaðarhúsnæði, skrifstofum o.fl.

Við elskum stórhreingerningar, enda erum við með alls konar sérlausnir þegar kemur að hreingerningum. Þegar mikið þarf að þrífa erum við einfaldlega rétta fyrirtækið til að hafa samband við. BG getur nánast tekið allt í gegn fyrir þig með stórgreingerningu og uppfyllt allar þínar hreingerningakröfur sama hversu miklar sem þær eru. Starfsfólk BG er oft fengið til að sjá um stórhreingerningar fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki í öllum greinum. Svo dæmi sé tekið þrífum við eftir vörusýningar og stórveislur eða skemmtanir. Nú eða bara ef fyrirtækið þitt vantar stórhreingerningu fyrir jólin. Stórhreingerningar eru vinsæl sérlausn í hreingerningum hjá okkur. Ef þú sérð fram á að eyða miklum tíma í hreingerningar og þrif eftir viðburði eða fyrir sérstök tilefni skaltu frekar heyra í okkur og sjá hvort það margborgi sig ekki að fá okkur á staðinn með sérhæft starfsfólk og tæki og tól. Við getum eflaust hjálpað þér.

Hafðu samband og sjáðu hvað við hjá BG getum gert fyrir þig varðandi sérlausnir í hreingerningum.

Fá tilboð

"*" indicates required fields

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.