Viðtæk þekking og reynsla í flóknair sérverkefnum hreingerninga
BG kappkostar að leysa öll sérhreingerningamál sem inn á borð berast eins fljótt og auðið er. Mikil og víðtæk reynsla BG á þessu sviði tryggir þér að þú ert í sambandi við traustan samstarfsaðila á þessu sviði.
Stórhreingerningar
BG hefur séð um alhreingerningar á mörgum stórum og miklum húsnæðum á síðustu árum. Mikil afkastageta, reynsla og þekking í lausnum á flestum þeim hreingernamálum sem þarfnast úrlausna.
Flugvélaræstingar
Undanfarinn ár hefur fyrirtækið séð um ræstingar á flugvélum á Keflavíkurflugvelli. Þjónustan er unninn í samstarfi við sérhæfð flugrekstarfyrirtæki og er BG oftast undirverktaki.
Flugvélahreingerningar
BG sér um hreingerningar á Cargo flugvélum, farþegaflugvélum og einkaþotum. Unnið er samkvæmt gátlista framleiðanda og áhersla lögð á rétt efnisval á viðurkenndum hreinsiefnum sem notast er við þessar aðstæður.
Brunarústahreinsun
BG hefur annast hreinsun brúnarústa mörgum sinnum. Þjónusta þessi er unnin í samstarfi við tryggingarfélög. Öflugur tækjabúnaður og mikil þekking tryggir hámarksárangur.
Skipahreingerningar
Mikill fjöldi skipa hefur verið tekin í alhreingerningu hjá BG meðal annars eftir bruna og meiri háttar breytingar. Þjónusta BG á undarförnum árum hefur aukist til muna og treysta mörg útgerðarfélög á sérþekkingu BG á þessu sviði.
Utanhúshreinsun
BG sér um utanhúshreinsun á byggingum fyrir tryggingafélög, stofnanir, fyrirtæki og húsfélög.
Hreingerningar matvælafyrirtækja
BG sér um alls kyns sérverkefni fyrir matvælafyrirtæki t.d. loftahreingerningar í mikilli hæð, mygluhreinsun, hreingerningar vegna úttekta heilbrigðisyfirvalda, þrif vegan breytinga ofl.
Ofanloftahreingerningar
BG hefur séð um hreingerningar fleiri þúsund fermetra ofanlofta t.d kerfisloft undanfarin ár. Ofanloftaþrif krefjast þolinmæli og útsjónarsemi. Oftast fara þessar hreingerningar fram eftir framkvæmdir iðnaðarmanna, í húsnæði þar sem mygla hefur komið upp eða eftir bruna.
Hreingerningar eftir vatnstjón og flóð
BG sér um þessi þrif meðal annars fyrir tryggingafélög, stofnanir og fyrirtæki. Rétt viðbragð og viðeigandi hreinsun getur skipt miklu máli þegar vatnstjón kemur upp. Sérfræðingar BG eru með mikla þekkingu á þessu sviði.
Hreingerningar eftir slys
BG annast oft þrif við þessar erfiðu og viðkvæmu aðstæður. Mikil áhersla er lögð á rétt vinnubrögð og trúnað.