Hreingerningar

Hreingerningar fyrir fyrirtæki

BG býður upp á allar almennar hreingerningar á öllum tegundum húsnæðis fyrirtækja og kappkostar að leysa öll hreingerrningamál sem upp koma. Fyrirtæki eru með fjölbreyttar þarfir fyrir hreingerningar og þess vegna veitir BG alhliða hreingerningarþjónustu sem getur verið sérsniðin að allra þörfum.

Iðnaðarhreingerningar

Hreingerningar eftir iðnaðarmenn eru nauðsynlegar svo hægt sé að koma hlutunum í eðlilegt horf eftir breytingar. Sérhreingerningadeild BG mun gjöreyða öllu ryki og öðrum óhreinindum á fljótan og góðan hátt. Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir, verktaka og tryggingafélög á þessu sviði. BG er hreingerningarfyrirtæki með gríðarlega mikla reynslu og frábær meðmæli.

Sérhreingerningar fyrir fyrirtæki

Við tökum einnig að okkur ýmisleg sérverkefni í hreingerningum fyrir fyrirtæki. Hreinsum við meðal annars veggi, loft, glugga, skápa, ofna og snyrtingar. Við höfum yfir 10 ára reynslu á þessu sviði sem topp hreingerningarfyrirtæki þannig að þú ert í góðum höndum hjá okkur.

Flutningsþrif fyrir fyrirtæki

Flutningsþrif fyrir fyrirtæki þurfa alltaf að vera í lagi til að spara tíma og kostnað. Allt húsnæði þarf að hreingera vel þannig að sá sem inn flytur komi í hreint umhverfi. BG hefur yfir mikilli reynslu að búa í flutninghreingerningum í fyrirtækjum. Láttu okkur vinna verkið og skilaðu af þér húsnæðinu eins og þú vildir fá það ef þú værir að flytja inn.

Eftirbrunahreingerningar

BG hefur yfir gríðarlegri reynslu að búa í eftirbrunahreingerningum fyrir tryggingafélög. Innan sérhreingerningadeildar BG starfa færir einstaklingar með mikla og víðtæka reynslu af alls kyns brunaræstingum. BG hefur á undanförnum árum verið eitt öflugasta hreingerningafyrirtæki landsins í þjónustu við tryggingarfélög. Þrif eftir buna er vandasamt verkefni og það munar um að hafa sérfræðinga í þeirri vinnu.

Stórhreingerningar fyrir fyrirtæki

Þegar mikið þarf að hreingera erum við rétta hreingerningarfyrirtækið. Við getum nánast sinnt öllum þínum hreingerningaþörfum sama hversu víðtækar sem þær eru. Oft hefur BG séð um þennan mikilvæga þátt fyrir einstaklinga og fyrirtæki t.d. fyrir og eftir veislur og sýningar. Þegar þú sérð fram á að mikið verk er óunnið hjá þér næst þá skalt þú hafa okkur í huga, það er aldrei að vita nema við getum hjálpað þér. Stórhreingerningar fyrir fyrirtæki eru oftar en ekki í tengslum við ráðstefnur, stórveislur, breytingar á húsnæði og þess háttar og við hjá BG hikum ekki við að ráðast á þau verkefni.

Fá tilboð

"*" indicates required fields

Meðal viðskiptavina okkar má meðal annars finna

Hvaða þjónustu býður BG fyrirtækjum ?

Daglegar ræstingar stærri fyrirtækja (5 x viku og 7 x viku)
Reglulegar ræstingar meðalstórra fyrirtækja (2 x viku og 3 x viku)
Reglulegar ræstingar smærri fyrirtækja (1 x viku – 2 x mánuði)
Hreingerningar
Gólfbónun
Teppa og húsgagnahreinsun
Reglulegt viðhald gólfa og teppa
Gluggaþvott
Frágangur í mötuneytum og eldhúsum
Mottuþjónustu
Umsjón og áfylling á hreinlætisvörum
Umsjón með lóð
Umhverfishreinsun
Bílastæðahreinsun
Götusópun
Umsjón með ruslastömpum

Sameignaþrif

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.