Teppahreinsun sameigna

BG býður húsfélögum góðar heildarlausnir í teppahreinsun bæði blaut- og djúphreinsanir og þurrhreinsanir. Við bjóðum bæði upp á stakar hreinsanir og viðhaldssamninga, allt eftir þörfum hvers og eins húsfélags. BG býr yfir stærstu og öflugustu teppahreinsivélum landsins og stendur því í framlínunni varðandi teppahreinsun sameigna.

Kostir teppahreinsunar í sameignum

Það er mikilvægt að hreinsa reglulega teppi sameignar. Regluleg teppahreinsun kemur í veg fyrir uppsöfnun óhreininda og sýkla auk þess að bæta loftgæði innan sameignar, bæði á stigagangi og inni í íbúðum. Regluleg teppahreinsun bætir yfir höfuð hreinlæti og útlit sameignar. Uppsöfnuð óhreinindi á teppi eiga það til að dragast með inn í íbúð og verða því til vandkvæða. Teppahreinsun vísar þeim áhyggjum á bug og við hjá BG erum sérfræðingar í að gera þína sameign hreina og fína.

Blauthreinsun / Djúphreinsun á teppum í sameign

Blaut- og djúphreinsun er frábær kostur þegar kemur að því að hreinsa teppi sem mikil óhreinindi eru í og þarfnast smá aukalega hreingerningu. Teppi í sameign verða fyrir miklum ágangi og því eðlilegt að hreinsa þau reglulega.

Djúphreinsunin fer fram á eftirfarandi hátt:

 1. Teppið í sameign er ryksugað og öll laus óhreinindi fjarlægð í burtu.
 2. Forhreinsi er úðað yfir álagsbletti á teppinu og vinnur á teppinu til að leysa upp sérlega erfið óhreinindi.
 3. Blettir eru fjarlægðir með sértækum blettahreinsi.
 4. Teppahreinsiefni er úðað yfir teppið með sérstökum úðara.
 5. Óhreinindin er skoluð í burt með teppahreinsivélum.
 6. Teppið er þurrkað með teppahreinsivélum og blásurum.
 7. Óhreinindavörn er úðað yfir teppið*.
 8. Teppið er tilbúið til umferðar 1-3 tímum eftir hreinsun*.
  *Fer eftir aðstæðum hverju sinni

 

Þurrhreinsun á teppum í sameign

Þurrteppahreinsun er frábær leið til hreinsa teppi, sér í lagi þar sem umferð er mikil t.d. hótel, fyrirtæki og stigahús. Þurrhreinsun er oft nefnd viðhaldshreinsun í daglegu tali. Þegar þurrhreinsun er framkvæmd oft þá er hún mun ódýrari kostur en djúphreinsun. Ef hún er gerð sjaldnar getur verið ódýrari valkostur að velja djúphreinsun.

 

Þurrhreinsun fer fram á eftirfarandi hátt:

 1. Teppið er ryksugað og öll laus óhreinindi fjarlægð í burtu.
 2. Forhreinsi er úðað yfir álagsbletti á teppinu og er leyft að vinna á teppinu til að leysa upp erfið óhreinindi.
 3. Blettir eru fjarlægðir með sérstökum blettahreinsi.
 4. Teppahreinsikorni er stráð yfir teppið.
 5. Teppahreinsikorninu er burstað ofan í teppið með þurrteppahreinsivélum.
 6. Teppahreinsikornið er látið vinna á teppinu í góðan tíma.
 7. Teppahreinsikornið er ryksugað í burtu með öflugum burstaryksugum.
 8. Teppið er tilbúið til umferðar strax eftir hreinsun.

Hafðu samband við BG strax í dag og við getum séð hvað teppið í þinni sameign þarf á að halda.

Nánari upplýsingar um teppahreinsun er einnig að finna á teppahreinsun.is

Fá tilboð

"*" indicates required fields

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.