Teppahreinsun sameigna

BG býður húsfélögum góðar heildarlausnir í teppahreinsun bæði blaut- og djúphreinsanir og þurrhreinsanir. Við bjóðum bæði upp á stakar hreinsanir og viðhaldssamninga, allt eftir þörfum hvers og eins húsfélags. BG býr yfir stærstu og öflugustu teppahreinsivélum landsins og stendur því í framlínunni varðandi teppahreinsun sameigna.

Kostir teppahreinsunar í sameignum

Það er mikilvægt að hreinsa reglulega teppi sameignar. Regluleg teppahreinsun kemur í veg fyrir uppsöfnun óhreininda og sýkla auk þess að bæta loftgæði innan sameignar, bæði á stigagangi og inni í íbúðum. Regluleg teppahreinsun bætir yfir höfuð hreinlæti og útlit sameignar. Uppsöfnuð óhreinindi á teppi eiga það til að dragast með inn í íbúð og verða því til vandkvæða. Teppahreinsun vísar þeim áhyggjum á bug og við hjá BG erum sérfræðingar í að gera þína sameign hreina og fína.

Blauthreinsun / Djúphreinsun á teppum í sameign

Blaut- og djúphreinsun er frábær kostur þegar kemur að því að hreinsa teppi sem mikil óhreinindi eru í og þarfnast smá aukalega hreingerningu. Teppi í sameign verða fyrir miklum ágangi og því eðlilegt að hreinsa þau reglulega.

Djúphreinsunin fer fram á eftirfarandi hátt:

  1. Teppin í sameigninni eru ryksugað og ryk og önnur lausari óhreinindi eru fjarlægð í burtu.
  2. Þar á eftir er sérstökum hreinsi úðað yfir álagsbletti á teppinu til að vinna sérstaklega á erfiðum uppsöfnuðum óhreinindum.
  3. Blettahreinsun fer fram og er notast við sérstök blettahreinsiefni.
  4. Hreinsiefninu er úðað yfir teppin í stiganganginum.
  5. Óhreinindin er hreinsuð í burt með sérhæfðum vélum.
  6. Teppin eru þurrkuð.
  7. Teppin eru tilbúin til umferðar nokkrum klukkutímum síðar*.
    *Fer eftir aðstæðum hverju sinni

 

Þurrhreinsun á teppum í sameign

Þurrteppahreinsun er frábær leið til hreinsa teppi, sér í lagi þar sem umferð er mikil t.d. hótel, fyrirtæki og stigahús. Þurrhreinsun er oft nefnd viðhaldshreinsun í daglegu tali. Þegar þurrhreinsun er framkvæmd oft þá er hún mun ódýrari kostur en djúphreinsun. Ef hún er gerð sjaldnar getur verið ódýrari valkostur að velja djúphreinsun.

 

Hafðu samband við BG í dag og við getum séð hvernig hreinsun teppið í þinni sameign þarf á að halda.

Nánari upplýsingar um teppahreinsun er einnig að finna á teppahreinsun.is

Fá tilboð

"*" indicates required fields

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.