Hreinsun og þrif eftir framkvæmdir iðnaðarmanna.
Sérverkefnadeild BG er vel í stakk búin til að takast á við þrif og hreingerningar eftir iðnaðarmenn svo hægt sé að koma hlutunum í lag eftir breytingar. Við þjónustum mörg fyrirtæki, stofnanir, verktaka og tryggingarfélög á þessu sviði.
BG hefur komið að hreingerningum eftir stórframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og áratugi.
Dæmi um verkefni í iðnaðarþrifum má sem dæmi nefna skóla, verslanir, skrifstofubyggingar og opinberar byggingar
Gríðarleg afkastageta hreingerningadeildar okkar getur skipt sköpum á lokasprettinum í stórum framkvæmdum. BG veitir heildarþjónustu á þessu sviði og sér um að allt verði tilbúið á vinnustað eftir framkvæmdir.
- Alþrif á húsnæði eftir framkvæmdir.
- Þrif á innréttingum eftir framkvæmdir.
- Hreingerningar á öðrum innanstokksmunum.
- Hreinsun gólfa
- Þrif og hreinsun á gluggum
- Hreingerningar úr mikilli hæð
- Þrif og hreinsun á húsnæði eftir mygluframkvæmdir.
- Háþrýstihreinsun
- Teppahreinsun
- Mottuhreinsun
- Hreinsun á vélarýmum eftir framkvæmdir
Traust og örugg þjónusta fagmanna með áratuga reynslu sem þú getur treyst.