Þarftu að láta bóna gólf? BG býður fyrirtækjum, stofnunum, verslunum og húsfélögum upp á heildarlausnir í bónun gólfa. Hvort sem þú þarft að láta bóna 50 m2 eða 5000 m2 þá er BG rétta fyrirtækið til að framkvæma það fyrir þig. Regluleg gólfbónun er nauðsynleg til að viðhalda útliti gólfefnisins og hjálpa til við að minnka slit á álagsflötum.
Grunnhreinsun og bónun
Flest gólf er mikilvægt að bóna reglulega eins og t.d. nýja dúka. Láttu BG um að bóna reglulega fyrir þig og haltu gólfinu eins og nýju.
Bónleysing og bónun
Mikilvægt er að bónleysa með vissu millibili til að koma í veg fyrir að uppsöfnuð óhreinindi eða of mikið bón hreinlega skemmi ekki gólfin. Bónleysir er borinn á gólfið til að fjarlægja eldra bón og svo er gólfbónun framkvæmd af sérfræðingum okkar til að gólfi líti út sem nýtt.
Efnisval
Við notumst eingöngu við hágæða umhverfisvæn bón. Bónin veljum við í samráði við viðskiptavininn og fer það eftir álagi og gljástigskröfum hvaða bón er valið hverju sinni. Við veitum að sjálfsögðu ráðleggingar varðandi hvaða efni er best að nota við gólfbónun hverju sinni ef viðskiptavinir eru óvissir.