BG keypti Ísblástur ehf í ágúst 2008 og hefur séð um rekstur félagsins síðan þá.
BG getur nú séð um hreingerningar á alls kyns verksmiðjum og notað þá aðferð sem hentar best hverju sinni.
Þurrísblástur er í raun ein aðferð til þess að þrífa, en í stað þess að þrífa t.d. með sandblæstri, þá losna menn við öll óþrif fyrir utan það efni sem blásið er af fletinum.
Eftir hreinsun með þurrís þá er flöturinn aðeins kaldari en umhverfis hiti hverju sinni en ekki blautur og því getur frekari meðhöndlun s.s.málun átt sér stað skömmu síðar.
Aðilar sem geta nýtt sér þessa tækni eru í raun allir:
- Vátryggingafélög – Matvælaiðnaður – Viðhald fasteigna
- Viðhald minnismerkja – Frystigeymslur – Vélaverkstæði
- Málmsmiðjur – Álver – Stálver
- Útgerðir – Fiskvinnslur -Fiskimjölsverksmiðjur
- Prentsmiðjur – Plastverksmiðjur -Rafvélaverkstæði
- Vatns & Gufuorkuver -Malbikunarstöðvar – Steypustöðvar
- Bílaverkstæði – Olíufélög – Flugfélög
- Lyfjaverksmiðjur – Byggingaverktakar -Skipafélög
- Ölgerðir – Gámaviðhald – Mjólkurstöðvar
- Verksmiðjur með flókin tækjabúnað
- Rafverktakar sem þjónusta virkjarnir og stóriðju
- Verktakar sem eru í viðgerðum á húsnæði eftir myglu
- Verktakar sem vinna í lagfæringum eftir myglu í byggingum
- Heimili þar sem mygla hefur komið upp í þaki.
Nánari upplýsingar um þurríshreinsun BG má finna á heimasíðu BG Ísblásturs = www.isblastur.is