Hreinsun eftir myglusvepp

Myglusveppur í byggingum getur verið stórt vandamál og erfitt að eiga við. BG hefur síðan 2008 séð um hreingerningar og hreinsun á öllum gerðum og stærðum af húsnæðum þar sem myglusveppur hefur fundist við ýmsar aðstæður. Mygla getur leynst í krókum og kimum og við hjá BG erum með ýmsar aðferðir og efni til að eyða myglusvepp.

Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta reitt sig á örugga þjónustu BG þegar kemur að því að hreinsa myglu.

Þær hreinsunaraðferðir sem notast er við í hreinsunum eftir myglusvepp eru meðal annars:

  • Alþrif á húsnæði
  • Hreingerning og hreinsun á einstökum hluta eða part húsnæðis.
  • Sótthreinsun myglu með sérhæfðum tækjum og efnum.
  • Háþrýstiþvottur.
  • Gufuhreinsun.
  • Lágþrýstihreinsun.
  • Þurrísblástur.
  • Lyktareyðing.
  • Sóda blástur.

 

Viðskiptavinir BG í hreingerningum eftir myglu skipta hundruðum

  • Sveitafélög
  • Ríkisstofnanir
  • Skólar
  • Leikskólar
  • Fasteignafélög
  • Húsfélög
  • Matvælafyrirtæki
  • Útgerðarfélög
  • Einstaklingar

 

Verkefni þessi eru oft og tíðum unninn í samstarfi við verkfræðistofur, byggingaverktaka eða fagaðila sem vinna við endurbætur á húsnæðum þar sem myglusveppur hefur fundist. Við mælum alltaf með því að vinna með slíkum fagaðilum í greiningu á myglu í húsnæði því sérfræðiþekking á myglusveppi skiptir miklu máli svo hægt sé að útrýma honum á réttan hátt.

Ítarlegri upplýsingar um mygluþrif BG að finna á heimasíðunni mygluthrif.is

Fá tilboð

"*" indicates required fields

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.