Öflug sótthreinsiþjónusta
BG í samstarfi við Sanondaf á Íslandi býður sótthreinsunarþjónustu sem drepur 99,99% af öllum hættulegum gerlum, veirum, sveppum og myglu. Slík sótthreinsun og þrif eyða t.d. Covid-19 veirunni.
Sótthreinsiþjónusta BG er framkvæmd með nýstárlegum úðabúnaði í fremstu röð þar sem sótthreinsiefni er úðað með rafstöðuhleðslu samhliða notkun sótthreinsiefnisins SanoChem, sem hefur verið viðurkennt til þeirra nota. Kerfið er hugsað sem viðbót við hefðbundnar sóttvarnir, svo sem almennar hreingerningar.
SanoChem efnið til sótthreinsunar er fullkomlega umhverfisvænt og skaðlaust mönnum, dýrum og plöntum. SanoChem er ekki ætandi og er bæði öruggt og ráðlegt að nota það á raftæki og rafeindabúnað við sótthreinsun og þrif.
Meðal þess sem hægt er að eyða á öruggan hátt með SanoChem sótthreinsun er eftirfarandi:
COVID-19, MRSA , Noro-veirur, H1N1 og H5N1 (inflúensuveirur), Clostridium Difficile (C-diff), Escheria Coli (kólígerlar) og margt annað.
Tæknin
Sótthreinsar venjulegt herbergi eða svæði á nokkrum mínútum.
Staðfestur árangur þar sem hreinsun með klór eða gufuhreinsun hefur ekki nægt til.
Ekki er um að ræða blautþoku- eða úðameðferð.
Notuð er þurrúðameðferð (dropastærð er 5µ í SanoFog og 40µ í SanoStatic) og því verður enginn raki eftir á yfirborði eftir sótthreinsun.
Við getum meðhöndlað og sótthreinsað rými sem eru allt frá 1 til 20.000 rúmmetrar að stærð.
Hagkvæmara en aðrar aðferðir, t.d. hreinsun með klór eða gufuhreinsun.
Fullnægir sjúkrahússtöðlum um sótthreinsun.
Engar hættulegar efnablöndur notaðar (100% niðurbrjótanlegt í náttúrunni og hættulaust mannfólki), ekki ætandi, öruggt fyrir viðkvæm húsnæði og vottað af CASA (Civil Aviation Safety Authority).
Eyðir einnig óæskilegri lykt
Sanondaf er alþjóðlegt sótthreinsunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í sótthreinsun og djúphreinsun með byltingarkenndri snertilausri sótthreinsitækni. Alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Möltu en Sanondaf er einnig með skrifstofur í Bretlandi og Írlandi, Ekvador, Mexíkó, Suður-Afríku, Líbanon og Singapúr.
Sanondaf Iceland sótthreinsunarþjónusta var stofnað í upphafi árs 2020 og er í eigu BG. Upprunalega hugmyndin kom fram árið 2008 hjá hreingerningafyrirtæki á Möltu og varð til vegna fyrirspurnar í tengslum við gildandi samning um þrif á sjúkrahúsi. Á sjúkrahúsi á Möltu vantaði aðferð til að eyða 100% allra gerla og veira (fjölónæmra) sem þar höfðu fundist. Enda þótt í gildandi samningi væri kveðið á um notkun bestu mögulegu sótthreinsunarferla samkvæmt gildandi stöðlum hafði ekki tekist að koma í veg fyrir gerlasýkingar. Umfangsmikil athugun leiddi í ljós að gerlar gátu leynst á stöðum sem erfitt var að ná til, svo sem í loftopum á sjónvörpum og tölvuskjáum. Hefðbundnar sótthreinsunaraðferðir dugðu ekki og þannig fæddist hugmyndin að Sanondaf; skilvirkari sótthreinsunarlausnir hlutu að vera til. Sanondaf sem fyrirtæki varð svo til í kjölfar rannsókna á árangursríkum aðferðum sem unnt væri að beita gegn smiti og víxlmengun.
Sótthreinsun og þrif: Hverjum þjónum við?
Við bjóðum áhrifaríka og alhliða sótthreinsunarþjónustu fyrir breiðan hóp stofnana, fyrirtækja og einkaaðila t.d.: sjúkrahús og heilsugæslu, menntastofnanir og leikskóla, hjúkrunarheimili, hótel og afþreyingarstaði, vinnustaði og skrifstofur, heimili og allar tegundir samgöngutækja. Kerfið okkar skilar einnig góðum árangri í öllum landbúnaði og dýrahaldi.
Neyðarsímanúmer Sanondaf á Íslandi er 781 6363
Einnig er hægt að finna nánari upplýsingar á heimasíðu Sanondaf www.sanondaf.is