Teppahreinsun

BG býður húsfélögum, fyrirtækjum og stofnunum upp á heildarlausnir í viðhaldi teppa. Við bjóðum stakar hreinsanir og viðhaldssamninga allt eftir þörfum hvers og eins.

Blauthreinsun

Blauthreinsun er góður kostur þegar hreinsa á teppi sem er mjög óhreint eins og t.d. í stigahúsum og á veitingastöðum.

Verkferlið fer fram á eftirfarandi hátt.

1) Teppið er ryksugað og öll laus óhreinindi fjarlægð í burtu.

2) Forhreinsir er úðaður yfir álagsbletti á teppinu og er leyft að vinna á teppinu til að leysa upp erfið óhreinindi.

3) Blettir eru fjarlægðir með sérstöku blettahreinsiefni.

4) Teppahreinsiefni úðað yfir teppið með sérstökum úðara.

5) Óhreinindin er síðan hreinsuð (skoluð) í burtum með teppahreinsivélum (Truck Mount).

6) Teppið er þurrkað (með teppahreinsivélum og blásurum).

7) Óhreinindavörn er úðað yfir teppið*.

8) Teppið er tilbúið til umferðar 1-3 tímum eftir hreinsun*.

*Fer eftir aðstæðum hverju sinni

BG hefur yfir að ráða stærstu og öflugustu teppahreinsivél landsins.

Þurrhreinsun

Þurrteppahreinsun er frábær leið til hreinsa teppi. Þar sem umferð er mikil (hótel, fyrirtæki, stigahús) er hreinsun þessi frábær kostur. Þurrhreinsun er oft nefnd viðhaldshreinsun í daglegu máli. Þegar þurrhreinsun er framkvæmd oftar er hún þá oftast ódýrari kostur en blauhreinsun. Sé þurrhreinsun á annað borð framkvæmd sjaldan er hún mun dýrari kostur

Þurrhreinsun fer fram á eftirfarandi hátt.

1) Teppið er ryksugað og öll laus óhreinindi fjarlægð í burtu.

2) Forhreinsir er úðaður yfir álagsbletti á teppinu og er leyft að vinna á teppinu til að leysa upp erfið óhreinindi.

3) Blettir eru fjarlægðir með sérstöku blettahreinsiefni.

4) Teppahreinsikorni stráð yfir teppið.

5) Teppahreinsikorninu er síðan burstað ofan í teppið með þurrteppahreinsivélum.

6) Teppahreinsikornið er látið vinna á teppinu í góðan tíma.

7) Teppahreinsikornið er síðan ryksugað í burtu með öflugum burstaryksugum.

8) Teppið er tilbúið til umferðar strax eftir hreinsun.

Hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir teppið þitt

Tilboðsbeiðni

Tilboðsbeiðni