Saga B.G. þjónustunnar

B.G. Þjónustan ehf var stofnuð árið 1995 af Benedikti Hjálmarssyni sem þá var aðeins 18 ára gamall. Síðan þá hafa margir hlutir gerst og er fyrirtækið í dag í hópi öflugustu hreingerningafyrirtækja landsins.

Á þeim 25 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur það margfaldast að stærð og er í dag eitt af leiðandi hreingerningafyrirtækjum landsins. Á hverjum degi ræstir BG tugþúsundir fermetra hjá fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum.

Um leið höfum við fjárfest mikið í sérverkefnadeild BG sem er ein sú tæknivæddasta á landinu og getur leyst mjög flókin og krefjandi verkefni á skilvirkan hátt.

Saga BG verður ekki sögð án þess að minnast á starfsfólkið. Fyrirtækinu hefur borið gæfa til þess að hafa innanborðs hæft og samviskusamt starfsfólk sem hefur starfað lengi hjá BG. Starfsmannaveltan hjá BG er ein sú lægsta sem þekkist á þessu sviði.

Í dag horfum við bjartsýn til framtíðar og þökkum viðskiptavinum okkar fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okkur í gegnum árin og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna.

Tilboðsbeiðni