Saga BG þjónustunnar

Saga BG

Þegar ég stofnaði BG þjónustuna 18 ára gamall árið 1995, með  ryksugu og eina teppahreinsivél að vopni var það trú á eigin getu og hömlulaus bjartsýni sem varð til þess að ég fór  að bjóða upp á hreingerningar í heimahúsum og teppahreinsanir á stigagöngum fjölbýlishúsa. Fljótlega þurfti ég að ráða til mín minn fyrsta starfsmann þegar verkefnin urðu fleiri og stærri á sama tíma og sérfræðiþekking mín jókst. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir mikilvægi þess að viða að mér innlendri og erlendri þekkingu, nýjungum í hreingerningum og byggja upp traust sambönd við framleiðendur.

Með því að bjóða hagkvæmar lausnir fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús hefur BG vaxið á hverju ári.

Á  þeim 3 áratugum sem fyrirtækið hefur starfað hefur það margfaldast að stærð og er í dag   eitt af leiðandi hreingerningafyrirtækjum landsins. Á hverjum degi ræstir BG tugþúsundir fermetra hjá fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum.  Um leið höfum við fjárfest mikið í sérverkefnadeild BG sem er  ein sú tæknivæddasta á landinu og getur leyst mjög flókin og krefjandi verkefni á skilvirkan hátt.

Saga BG verður ekki sögð án þess að minnast á starfsfólkið. Fyrirtækinu hefur borið gæfa til þess að hafa innanborðs hæft og samviskusamt starfsfólk sem hefur starfað lengi hjá fyritækinu. Starfsmannavelta hjá BG er ein sú lægsta sem þekkist á þessu sviði.

Í dag horfum bjartsýn til framtíðar og þökkum viðskiptavinum okkar fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okkur í gegnum árin og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna.

Fá tilboð

"*" indicates required fields

Verkbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við göngum í málið eins fljótt og auðið er.

Tilboðsbeiðni

Sendu okkur lýsingu á verkinu sem þarf að vinna og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.